22. umferð: Sló 40 ára gamalt met, 15 ára einn sá yngsti

Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur leikið alla leiki KA í tæp …
Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur leikið alla leiki KA í tæp sjö ár. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Hallgrímur Mar Steingrímsson, hinn reyndi kantmaður KA, náði stórum áfanga í efstu deild karla fótbolta í gær þegar Akureyrarliðið gerði jafntefli, 1:1, við Fylki í 22. umferð Bestu deildar karla í Árbænum.

Hallgrímur lék sinn 155. leik í röð með KA í deildinni og er þar með orðinn sá leikmaður sem hefur leikið flesta leiki samfleytt fyrir eitt félag í efstu deild, án þess að missa úr leik. Hallgrímur hefur leikið alla leiki KA frá byrjun tímabilsins 2017.

Hann komst í gær upp fyrir Magnús Þorvaldsson, sem á sínum tíma lék 154 leiki í röð með Víkingi í deildinni. Magnús setti metið á árunum 1976 til 1983 þannig að hann hafði átt það í 40 ár, þangað til Hallgrímur sló það í gær.

Aðeins tveir leikmenn hafa spilað lengur samfleytt í deildinni en báðir léku þeir með fleiri en einu liði. Birkir Kristinsson varði mark ÍA og Fram í 198 leikjum í röð, þar af lék hann 144 leiki í röð með Fram, og Gunnar Oddsson lék 186 leiki í röð í deildinni með Leiftri, KR og Keflavík.

Kristinn Freyr Sigurðsson, sem í 21. umferðinni varð sjötti leikmaðurinn í sögu Vals til að spila 200 leiki fyrir karlalið félagsins í efstu deild, komst í fimmta sætið yfir þá leikjahæstu hjá félaginu þegar Valur vann HK 4:1 í gær.

Kristinn Freyr Sigurðsson er orðinn einn sá leikjahæsti hjá Val.
Kristinn Freyr Sigurðsson er orðinn einn sá leikjahæsti hjá Val. mbl.is/Óttar Geirsson

Kristinn lék sinn 201. leik fyrir Val í deildinni og jafnaði með því við Sævar Jónsson en þeir deila nú fimmta sætinu. Fyrir ofan þá eru Haukur Páll Sigurðsson (246), Bjarni Ólafur Eiríksson (244), Sigurbjörn Hreiðarsson (240) og Sigurður Egill Lárusson (212).

Patrick Pedersen er kominn í sjöunda sætið yfir markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi en hann skoraði fjórða mark Vals í sigrinum á HK. Það var hans 94. mark í deildinni, öll fyrir Val, og hann jafnaði með því við Matthías Hallgrímsson sem skoraði 94 mörk fyrir ÍA og Val á árunum 1965 til 1981.

Patrick hélt áfram að hrella HK-inga því hann hefur skorað í öllum sjö leikjum sínum gegn Kópavogsliðinu í deildinni, samtals tíu mörk.

Atli Arnarson varð í gær markahæsti leikmaður HK í deildinni frá upphafi. Atli skoraði sitt 14. mark fyrir félagið í deildinni, í ósigrinum gegn Val og komst með því einu marki fram úr samherja sínum Arnþóri Ara Atlasyni sem hefur skorað 13 mörk fyrir HK í deildinni.

Atli Arnarson er markahæstur HK-inga.
Atli Arnarson er markahæstur HK-inga. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Ágúst Eðvald Hlynsson úr Breiðabliki lék sinn 100. leik í deildinni í gær þegar Kópavogsliðið tapaði gegn FH, 0:2, á Kópavogsvelli. Hann hefur spilað leikina með fjórum félögum, Breiðabliki, Víkingi R., FH og Val.

Finninn Eetu Mömmö skoraði sitt fyrsta mark í deildinni þegar hann gulltryggði sigur FH á Breiðabliki í gær.

Aron Snær Ingason skoraði sitt fyrsta mark í deildinni í gær þegar hann gerði seinna mark Fram í ósigrinum gegn Víkingi, 2:3.

Viktor Bjarki Daðason varð fimmti yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar í gær þegar hann kom inn á sem varamaður hjá Fram gegn Víkingi. Viktor var þá 15 ára og 65 daga gamall. Metið setti Gils Gilsson úr FH í fyrra þegar hann lék 14 ára og 318 daga gamall í deildinni. Þeir Eyþór Örn Ómarsson úr ÍBV, Hilmar McShane úr Keflavík og Logi Hrafn Róbertsson úr FH hafa einnig leikið yngri í deildinni en Viktor Bjarki, sem sló félagsmetið hjá Fram. Það átti Þorbjörn Atli Sveinsson sem lék 15 ára og 270 daga gamall árið 1993.

Úrslit­in í 22. um­ferð:
KA - FH 2:2 (leikinn 30. ágúst)
Stjarn­an - Kefla­vík 3:0
Fylk­ir - KA 1:1
Fram - Vík­ing­ur R. 2:3
Val­ur - HK 4:1
ÍBV - KR 2:2
Breiðablik - FH 0:2

Marka­hæst­ir í deild­inni:

14 Emil Atla­son, Stjörn­unni
11 Birn­ir Snær Inga­son, Vík­ingi
11 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi
11 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
10 Stefán Ingi Sig­urðar­son, Breiðabliki

9 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi
9 Kjart­an Henry Finn­boga­son, FH
8 Adam Ægir Páls­son, Val
8 Fred Sarai­va, Fram
7 Aron Jó­hanns­son, Val
7 Gísli Eyj­ólfs­son, Breiðabliki
7 Pat­rick Peder­sen, Val
7 Örvar Eggerts­son, HK
6 Bene­dikt Daríus Garðars­son, Fylki
6 Eggert Aron Guðmunds­son, Stjörn­unni
6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Gyrðir Hrafn Guðbrands­son, FH
6 Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Stjörn­unni
6 Úlfur Ágúst Björns­son, FH

Næstu leik­ir:
16.9. Breiðablik - FH
17.9. Fylkir - ÍBV
17.9. Valur - Stjarnan
18.9. HK - Fram
20.9. KA - Keflavík
20.9. Víkingur R. - KR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert