Anna Björk Kristjánsdóttir komst í hóp þeirra sem hafa leikið 150 leiki í úrvalsdeild kvenna í fótbolta hér á landi í 19. umferð Bestu deildar kvenna.
Anna lék þennan áfangaleik með Val í stórsigri á Þór/KA í fyrsta leik umferðarinnar síðasta fimmtudagskvöld, 6:0, en umferðinni lauk í gærkvöld.
Hún hefur leikið þessa 150 leiki með KR, Stjörnunni, Selfossi og nú síðast Val en Anna kom til Hlíðarendaliðsins í júlí eftir að hafa leikið erlendis nær samfleytt í sjö ár.
Anna hefur samtals leikið 265 deildaleiki á ferlinum, heima og erlendis, og er komin í 17. sæti yfir leikjahæstu íslensku knattspyrnukonurnar í deildakeppni frá upphafi.
Olga Ingibjörg Einarsdóttir úr Breiðabliki og Þórdís Nanna Ágústsdóttir úr Þrótti léku báðar sinn fyrsta leik í efstu deild á mánudagskvöldið þegar Þróttur vann stórsigur, 4:0, í leik liðanna. Þórdís Nanna er aðeins nýorðin 15 ára gömul en Olga er tveimur árum eldri og hefur spilað með Augnabliki í 1. deild undanfarin tvö ár.
Úrslitin í 18. umferð:
Valur - Þór/KA 6:0
Stjarnan - FH 3:2
ÍBV - Selfoss 2:1
Tindastóll - Keflavík 1:1
Breiðablik - Þróttur R. 0:4
Markahæstar:
14 Bryndís Arna Níelsdóttir, Val
7 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
7 Birta Georgsdóttir, Breiðabliki
7 Katla Tryggvadóttir, Þrótti
7 Linli Tu, Keflavík/Breiðabliki
6 Andrea Rut Bjarnadóttir, Breiðabliki
6 Andrea Mist Pálsdóttir, Stjörnunni
6 Ásdís Karen Halldórsdóttir, Val
6 Katrín Ásbjörnsdóttir, Breiðabliki
6 Olga Sevcova, ÍBV
6 Sandra María Jessen, Þór/KA
6 Shaina Ashouri, FH
6 Tanya Boychuk, Þrótti
6 Þórdís Elva Ágústsdóttir, Val
5 Freyja Karín Þorvarðardóttir, Þrótti
5 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni
Næstu leikir:
10.9. Selfoss - Tindastóll
10.9. ÍBV - Keflavík
12.9. FH - Þróttur R.
13.9. Þór/KA - Breiðablik
14.9. Stjarnan - Valur