23. umferð: Stór áfangi annan leikinn í röð og met jafnað

Hallgrímur Mar Steingrímsson á fullri ferð í leiknum gegn Keflavík …
Hallgrímur Mar Steingrímsson á fullri ferð í leiknum gegn Keflavík í gær. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaður KA-manna, náði stórum áfanga annan leikinn í röð með Akureyrarliðinu í Bestu deild karla í fótbolta.

Hallgrímur skoraði tvö marka KA í gær þegar liðið vann Keflavík, 4:2, í 23. umferð deildarinnar á Akureyri. Fyrra markið hans var það 50. sem hann skorar fyrir KA í efstu deild og hann er sá fyrsti í sögu félagsins til að ná þeim áfanga.

Eftir seinna markið hefur Hallgrímur skorað 55 mörk í deildinni en fjögur þeirra gerði hann fyrir Víking í Reykjavík árið 2015.

Markamet HK í deildinni er ýmist slegið eða jafnað þessa dagana enda eru tveir núverandi leikmenn liðsins, Arnþór Ari Atlason og Atli Arnarson, þeir markahæstu hjá Kópavogsfélaginu í efstu deild. Arnþór skoraði sitt 14. mark fyrir HK þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við Fram á mánudagskvöldið, og jafnaði því metið sem Atli setti á dögunum. 

Arnþór Ari Atlason fagnar markinu gegn Fram.
Arnþór Ari Atlason fagnar markinu gegn Fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingar slógu markametið í deildinni í gærkvöld þegar þeir gerðu jafntefli, 2:2, við KR. Þeir hafa nú skorað 67 mörk í 23 leikjum en á síðasta tímabili slógu Víkingur og Breiðablik metið sameiginlega með því að skora 66 mörk hvort í 27 leikjum. Fyrra metið áttu Skagamenn, 62 mörk í aðeins 18 leikjum árið 1993.

Tómas Bent Magnússon úr ÍBV skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild á sunnudaginn þegar Eyjamenn gerðu jafntefli, 2:2, við Fylki. Þetta var hans 32. leikur í deildinni.

Ísak Daði Ívarsson úr Keflavík skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í gær þegar lið hans tapaði 4:2 fyrir KA. Þetta var sjötti leikur hans í deildinni.

Þóroddur Víkingsson úr Fylki skoraði sitt fyrsta mark í deildinni, í sínum þriðja leik, þegar hann jafnaði gegn ÍBV, 2:2, undir lok leiksins.

Þengill Orrason úr Fram lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar lið hans gerði jafntefli við HK, 1:1, á mánudagskvöldið, og spilaði allar 90 mínúturnar í vörninni.

Úrslit­in í 23. um­ferð:
Breiðablik - FH 0:2
Fylk­ir - ÍBV 2:2
Val­ur - Stjarn­an 2:0
HK - Fram 1:1
KA - Kefla­vík 4:2
Vík­ing­ur R. - KR 2:2

Marka­hæst­ir í deild­inni:

14 Emil Atla­son, Stjörn­unni
11 Birn­ir Snær Inga­son, Vík­ingi
11 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi
11 Tryggvi Hrafn Har­alds­son, Val
10 Stefán Ingi Sig­urðar­son, Breiðabliki

10 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi
9 Kjart­an Henry Finn­boga­son, FH
8 Adam Ægir Páls­son, Val
8 Fred Sarai­va, Fram
7 Aron Jó­hanns­son, Val
7 Gísli Eyj­ólfs­son, Breiðabliki
7 Pat­rick Peder­sen, Val
7 Örvar Eggerts­son, HK
6 Arnþór Ari Atlason, HK
6 Ásgeir Sigurgeirsson, KA
6 Bene­dikt Daríus Garðars­son, Fylki
6 Davíð Snær Jóhannsson, FH
6 Eggert Aron Guðmunds­son, Stjörn­unni
6 Guðmund­ur Magnús­son, Fram
6 Gyrðir Hrafn Guðbrands­son, FH
6 Ísak Andri Sig­ur­geirs­son, Stjörn­unni
6 Úlfur Ágúst Björns­son, FH

Næstu leik­ir:
23.9. ÍBV - Fram
24.9. Keflavík - HK
24.9. FH - Stjarnan
24.9. KR - Valur
24.9. Fylkir - KA
25.9. Breiðablik - Víkingur R.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert