„Þú ert alltaf með magann í buxunum þegar þú horfir á þessa landsleiki,“ sagði Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, í samtali við mbl.is í Wroclaw í Póllandi í dag.
Kristjana verður í stúkunni þegar Ísland mætir Úkraínu í úrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 í Wroclaw í Póllandi klukkan 19:45 að íslenskum tíma.
Kristjana er mætt til Póllands til þess að fylgja eftir íslenska liðinu en hún hefur verið einn af umsjónarmönnum EM-stofunnar á RÚV í gegnum tíðina.
„Ef leikurinn fer illa þá veistu að þú ert að fara í mjög erfið viðtöl,“ sagði Kristjana.
„Þú þarft að gíra þig upp í það en það er líka rosalega gaman þegar vel gengur,“ sagði Kristjana meðal annars en nánar er rætt við hana í myndbandinu hér fyrir ofan.