„Ekki spurning!“

„Þetta var mín uppáhaldsstaða,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Sverrir Sverrisson í samtali við mbl.is í Wroclaw í Póllandi í dag.

Sverrir verður í stúkunni þegar Ísland mætir Úkraínu í úrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 í Wroclaw í Póllandi klukkan 19:45 að íslenskum tíma.

Var skemmtilegast

Sverrir lék oftast sem djúpur miðjumaður á leikmannaferlinum en það er ákveðinn skortur af þannig leikmönnum í nútímafótbolta í dag.

„Að hirða upp skítinn og vinna fyrir aðra var skemmtilegast,“ sagði Sverrir sem var því næst spurður að því hvort hann ætli til Þýskalands, komist liðið í lokakeppni EM.

„Ekki spurning! Ég er með góð sambönd þar og fer klárlega til Þýskalands,“ sagði Sverrir meðal annars en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir ofan.

Sverrir Sverrisson.
Sverrir Sverrisson. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert