„Hann hefur fótboltahæfileikana klárlega frá mömmu sinni,“ sagði Kristín Egilsdóttir, móðir landsliðsmannsins Mikaels Egils Ellertssonar, í samtali við mbl.is í Wroclaw í Póllandi í dag.
Kristín verður í stúkunni þegar Ísland mætir Úkraínu í úrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 í Wroclaw í Póllandi klukkan 19:45 að íslenskum tíma.
Mikael er á meðal varamanna hjá íslenska liðinu gegn Úkraínu í kvöld en hann á að baki 14 A-landsleiki fyrir Ísland.
„Ég var meira í handbolta þannig að fótboltinn kemur klárlega frá mömmu hans,“ sagði Ellert Ágúst Pálsson, faðir Mikaels.
„Það er sviti í lófunum og það er erfitt að horfa á þetta, þetta reynir mikið á taugarnar,“ sagði Ellert Ágúst meðal annars en nánar er rætt við þau Ellert og Kristínu í myndbandinu hér fyrir ofan.