Silfurstrákurinn þekktur fyrir að vera lélegur í fótbolta

„Við vinnum í framlengingu,“ sagði Ingimundur Ingimundarson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handknattleik, í samtali við mbl.is í Leifsstöð í morgun.

Ingimundur er á leið til Wroclaw í Póllandi til þess að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gegn Úkraínu í úrslitum umspils um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar.

Ingimundur Ingimundarson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands.
Ingimundur Ingimundarson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands. mbl.is/Brynjólfur Löve

Lítið fram að færa

„Ég hef mjög lítið fram að færa á knattspyrnuvellinum,“ sagði Ingimundur sem var lykilmaður í silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og í bronsliðinu á EM í Austurríki árið 2010.

„Ég er þekktur fyrir það hversu lélegur ég er í fótbolta,“ sagði Ingimundur meðal annars en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir ofan.

Leikurinn hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert