Tileinkar hermönnum sigurinn á Íslandi

Serhiy Rebrov, þjálfari Úkraínu.
Serhiy Rebrov, þjálfari Úkraínu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Serhiy Rebrov, þjálfari úkraínska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tileinkaði meðal annars úkraínskum hermönnum 2:1-sigurinn á Íslandi, sem tryggði Úkraínu sæti á EM 2024 í Þýskalandi í sumar.

„Þetta er án nokkurs vafa mikilvægur sigur fyrir okkur, þjóðina og leikmenn. Persónulega er ég mjög ánægður með leikmennina því báðir þessir leikir tóku mjög á taugarnar og voru mjög erfiðir.

Eftir leikinn sammæltumst við um að tileinka sigurinn stuðningsmönnum okkar, þjóðinni okkar, fólkinu okkar og hermönnum okkar sem vinna hörðum höndum að því að viðhalda frelsi okkar,“ sagði Rebrov á fréttamannafundi eftir leikinn í Wroclaw í Póllandi.

Þýðingarmikill sigur

Albert Guðmundsson kom Íslandi í forystu með glæsimarki í fyrri hálfleik áður en Úkraína sneri taflinu við í síðari hálfleik.

„Ég held að allir veiti því skilning hversu þýðingarmikill þessi sigur er fyrir okkur,“ bætti úkraínski landsliðsþjálfarinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert