Heimsmet í skíðastökki í Hlíðarfjalli gildir ekki

Ryoyu Kobayashi stökk 291 metra í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Ryoyu Kobayashi stökk 291 metra í Hlíðarfjalli á Akureyri. AFP

Japanski skíðastökkvarinn Ryoyu Kobayashi stökk í dag 291 metra í Hlíðarfjalli á Akureyri. Stökkið er yfir núgildandi heimsmeti en gildir ekki sem slíkt. 

Samkvæmt vefsíðu Alþjóðlega skíða-, og snjóbrettasambandsins (FIS) hafði hinn 27 ára skíðagarpur upphaflega ætlað sér að ná að stökkva 300 metra en lét 291 metra nægja að sinni.

Stökkpallurinn var unninn af verkfræðistofunni Cowi á Akureyri í samstarfi við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull. Stökkið var hluti af auglýsingaherferð Red Bull en slagorð þeirra vísar til þess að orkudrykkurinn gefi vængi.

Ríkjandi heimsmethafi í skíðastökki karla er Stefan Kraft frá Austurríki en met hans er 253,5 metrar. Heimsmethafi í kvennaflokki er Silje Opseth frá Noregi en met hennar er 230,5 metrar. 

Frá Hlíðarfjalli í dag.
Frá Hlíðarfjalli í dag. mbl.is/Þorgeir

Munu ekki staðfesta metið

Heimsmetið hefur ekki verið staðfest og verður ekki staðfest samkvæmt FIS þar sem öll heimsmet eru metin út frá stöðlum og reglugerðum FIS til þess að tryggja að allir sem reyni að slá slíkt met geri það í sambærilegum aðstæðum. 

„Stökk Ryoyu Kobayashi á Íslandi fór ekki fram við keppnisaðstæður í samræmi við FIS reglugerðir. Það sýnir aftur á móti ótrúlega frammistöðu íþróttamanns við mjög sérstakar aðstæður en ekki er hægt að líkja þeim við FIS-heimsmeistarakeppnina í skíðaflugi, þar sem bæði upphafsdagsetning og verkefnið í heild sinni er sérsniðið að einum íþróttamanni,“ segir á vefsíðu FIS. 

View this post on Instagram

A post shared by Red Bull (@redbull)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka