Erfitt að sannfæra leikmenn um að keyra til Keflavíkur

„Það er erfitt að fá íslenska leikmenn til þess að fara út á land,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari U23-ára landsliðs kvenna, í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar rætt var um Keflavík.

Keflavík er spáð 10. sæti deild­ar­inn­ar og falli í spá íþrótta­deild­ar Árvak­urs en liðið hafnaði í áttunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.

Með mismikið á milli handanna

„Ég er búin að reyna það og að sannfæra leikmenn um að keyra upp á Akranes, á Selfoss eða til Keflavíkur er mjög erfitt,“ sagði Bára Kristbjörg.

„Svo eru félögin með mismikið á milli handanna og ef þú nærð ekki að velja nægilega góða útlendinga þá er blóðtakan mjög mikil þegar íslensku leikmennirnir fara annað,“ sagði Bára Kristbjörg meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Keflavíkingar fagna marki á síðustu leiktíð.
Keflavíkingar fagna marki á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka