Spænski markvörðurinn fékk hjartaáfall

Arpad Sterbik er goðsögn í króatísku handbolta.
Arpad Sterbik er goðsögn í króatísku handbolta. AFP

Fyrrverandi handknattleiksmarkvörðurinn Arpad Sterbik fékk hjartáfall í gær og liggur inni í sjúkrahúsi. 

Vonir standa til að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum en hann ei lengur talinn vera í lífshættu. 

Sterbik var árum saman einn af bestu markvörðum heims en hann lagði skóna á hilluna sumarið 2020, þá 40 ára gamall. 

Sterbik fæddist í Serbíu og lék fyrir landslið Serba þar til hann gerðist spænskur ríkisborgari árið 2006. Þá hljóp hann í skarðið hjá spænska landsliðinu á EM 2018 er báðir markverðir liðsins voru meiddir. 

Átti hann stórleik í undanúrslitum og ekki síður í úrslitaleiknum sjálfum sem Spánverjar unnu. 

Sterbik lék meðal annars með stórliðunum Barcelona, Vardar og Veszprem á sínum ferli. Síðan hann hætti hefur hann starfað sem markvarðaþjálfari hjá Veszprem. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert