Best í fyrstu umferðinni

Amanda Andradóttir fagnar öðru tveggja marka sinna á sunnudag.
Amanda Andradóttir fagnar öðru tveggja marka sinna á sunnudag. mbl.is/Óttar Geirsson

Amanda Jacobsen Andradóttir sóknarmaður Vals var besti leikmaðurinn í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Amanda átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá blaðinu þegar Valur sigraði Þór/KA, 3:1, í fyrsta leik deildarinnar á Hlíðarenda á sunnudaginn en hún skoraði tvö markanna og var stöðugt ógnandi við mark Akureyrarliðsins.

Amanda er 21 árs gömul og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki hér á landi síðasta sumar þegar hún kom til Vals frá Kristianstad í Svíþjóð og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum. Hún er því komin með sex mörk í fyrstu 11 leikjum sínum í Bestu deildinni.

Mörk í fjórum löndum

Amanda hafði því fyrir 21 árs afmælið skorað í efstu deildum fjögurra Norðurlanda. Hún skoraði eitt mark fyrir Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni, fjögur fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni og þrjú fyrir Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni.

Nánar er fjallað um Amöndu í Morgunblaðinu í dag og þar er birt úrvalslið blaðsins úr fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert