Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Johannes Selvén er orðinn leikmaður Vestra.
Johannes Selvén er orðinn leikmaður Vestra. Ljósmynd/Vestri

Knattspyrnudeild Vestra hefur gengið frá lánssamningi um sænska sóknarmanninn Johannes Selvén en hann kemur til félagsins frá OB í Danmörku.

Selvén er tvítugur og kom til OB frá Gautaborg í heimalandinu fyrir síðasta sumar. Hann skoraði eitt mark í níu leikjum í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hefur verið utan hóps hjá liðinu í síðustu leikjum. Selvén lék ekki deildarleik með Gautaborg en spilaði fjóra leiki fyrir Örgryte sem lánsmaður í sænsku B-deildinni í fyrra.

Vestri er með þrjú stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni en liðið nældi í fyrsta sigurinn með 1:0-útisigri á KA á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert