Valur og FH skipta á leikmönnum

Hörður Ingi Gunnarsson er farinn í Val.
Hörður Ingi Gunnarsson er farinn í Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnudeildir Vals og FH hafa komist að samkomulagi um að Bjarni Guðjón Brynjólfsson fari að lán til FH frá Val og að Hörður Ingi Gunnarsson fari að láni í hina áttina.

Bjarni Guðjón er tvítugur miðjumaður sem Valur keypti af Þór. Hann lék ekkert með Val í fyrstu þremur leikjum nýhafins tímabils. Hann lék 60 leiki með Þór í 1. deild og skoraði í þeim 16 mörk. 

Hörður Ingi er 25 ára bakvörður sem er uppalinn hjá FH. Hann hefur einnig leikið með ÍA, HK, Víkingi frá Ólafsvík og Sogndal í Noregi. Hörður lék átta leiki með FH á síðustu leiktíð en hefur ekki komið við sögu á tímabilinu.

Bjarni Guðjón Brynjólfsson í leik með Þór.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson í leik með Þór. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka