Bestur í fjórðu umferðinni

Guðmundur Kristjánsson í leiknum við Fylki í 4. umferð þar …
Guðmundur Kristjánsson í leiknum við Fylki í 4. umferð þar sem Stjarnan vann 1:0 með marki á síðustu stundu. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Kristjánsson, varnarmaðurinn reyndi úr Stjörnunni, var besti leikmaðurinn í fjórðu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Guðmundur lék mjög vel og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í fyrrakvöld þegar Stjarnan vann Fylki í spennuleik í Árbænum, 1:0, og náði með því sínum öðrum sigri í röð eftir tapleiki í fyrstu tveimur umferðunum.

Guðmundur, sem er 35 ára gamall, er einn af reyndustu leikmönnum deildarinnar en þetta er hans átjánda tímabil í meistaraflokki, frá og með árinu 2007 þegar hann lék fyrst með uppeldisfélaginu Breiðabliki í efstu deild.

Hann varð bikar- og Íslandsmeistari með Kópavogsliðinu árin 2009 og 2010 og lék síðan með Start í Noregi í sex ár, frá 2012 til 2017.

Nánar er fjallað um Guðmund í Morgunblaðinu í dag og þar er birt úrvalslið fjórðu umferðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert