Tvö Þórsmörk í uppbótartíma, sannfærandi hjá Njarðvík

Þórsarar fagna einu marka sinna í Boganum í dag.
Þórsarar fagna einu marka sinna í Boganum í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þór lagði Aftureldingu, 4:2, í 1. deild karla í fótbolta á Akureyri í dag þrátt fyrir að hafa lent snemma tveimur mörkum undir og Njarðvík vann sannfærandi sigur á Dalvík/Reyni, 3:0.

Leikur Þórs og Aftureldingar fór fram í Boganum og þar byrjuðu Mosfellingar einstaklega vel því Georg Bjarnason skoraði strax á annari mínútu og Andri Freyr Jónasson bætti við marki á 8. mínútu.

Birkir Heimisson minnkaði muninn fljótlega fyrir Þór og staðan var 2:1 í hálfleik, Aftureldingu í hag.

Mosfellingar misstu Gunnar Bergmann Sigmarsson af velli í byrjun síðari hálfleiks og korteri fyrir leikslok jafnaði Egill Orri Arnarsson fyrir Þór, 2:2.

Í uppbótartímanum gekk mikið á. Oliver Jensen varð annar leikmaður Aftureldingar til að fá rauða spjaldið og í kjölfarið skoruðu Rafael Victor og Sigfús Fannar Gunnarsson tvívegis og tryggðu Þór sigurinn, 4:2.

Á gervigrasvellinum við Reykjaneshöllina vann Njarðvík öruggan sigur á nýliðunum í Dalvík/Reyni. Brasilíumaðurinn Joao Ananias skoraði undir lok fyrri hálfleiks og á lokamínútunum bætti belgíski framherjinn Oumar Diouck við tveimur mörkum.

Njarðvíkingar hafa því fengið óskabyrjun á tímabilinu og eru með sex stig eftir tvo leiki. Þór er kominn með 4 stig en Dalvík/Reynir er með 3 stig og Afturelding aðeins eitt stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert