Efast um að Óskar hafi áhuga á því að taka við KR

Óskar Hrafn Þorvaldsson og Gregg Ryder.
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Gregg Ryder. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég efast um að Óskar hafi áhuga á því að taka við KR-ingum í þeirri stöðu sem þeir eru í,“ sagði íþróttafréttamaðurinn fyrrverandi Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, í Fyrsta sætinu.

Gregg Ryder stýrir karlaliði KR í knattspyrnu í dag en liðið situr sem 8. sæti deildarinnar með 11 stig og hefur aðeins fengið eitt stig af 15 mögulegum á heimavelli í sumar

Leysir ekki öll vandamál félagsins

Óskar Hrafn Þorvaldsson var sterklega orðaður við starfið í Vesturbænum en tók að endingu við Haugesund í Noregi. Hann lét hins vegar óvænt af störfum i Noregi á dögunum, er kominn aftur heim til Íslands, og hefur verið orðaður við starfið í Vesturbænum.

„Ég þekki Óskar Hrafn vel, hann var yfirmaðurinn minn lengi vel, yndislegur drengur og mikill fagmaður,“ sagði Guðjón.

„Það yrði ekki einfalt fyrir hann að koma þarna inn og hann leysir ekki öll vandamál félagsins á nokkrum dögum.

Ég held að það sé frekar innra starfið þarna sem er ekki í lagi því leikmannahópurinn er klárlega nógu góður. Ég yrði allavega mjög hissa ef hann myndi taka við KR,“ sagði Guðjón meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert