Munu endurskoða samning landsliðsþjálfarans í haust

Þorvaldur Örlygsson og Åge Hareide.
Þorvaldur Örlygsson og Åge Hareide. mbl.is/Óttar Geirsson

„Stjórn KSÍ ákvað að endursemja við hann á sínum tíma,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Fyrsta sætinu.

Þorvaldur, sem er 57 ára gamall, tók við formennsku hjá KSÍ í lok febrúar þegar hann hafði betur gegn Guðna Bergssyni og Vigni Má Þormóðssyni í formannsslagnum á 78. ársþingi sambandsins í Úlfarsárdal í Reykjavík.

Snýst um úrslitin

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, fékk nýjan samning hjá Knattspyrnusambandinu fyrr á árinu en hann tók við liðinu í apríl á síðasta ári.

„Hann er samningsbundinn KSÍ fram í lok nóvember,“ sagði Þorvaldur.

„Við munum endurskoða samninginn hans í haust og auðvitað snýst þetta allt um úrslitin. Í síðasta verkefni unnu menn mjög vel saman og reynsla hans nýttist okkur vel gegn bæði Ísrael og Úkraínu.

Það eru stór verkefni fram undan hjá karlalandsliðinu og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir þau,“ sagði Þorvaldur meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert