Það var mikil stemning á Hofbräuhaus í München í dag fyrir landsleik Íslands og Ungverjalands í C-riðli Evrópumóts karla í handknattleik sem hefst klukkan 19:30.
Íslendingar voru í miklum meirihluta á staðnum líkt og venjan hefur verið fyrir leiki liðsins í riðlakeppninni gegn bæði Serbíu og Svartfjallalandi.
Stuðningsmenn íslenska liðsins sungu meðal annars til heiðurs Grindvíkingum í dag en eldgos hófst við Grindavík á síðasta sunnudaga.
Myndband af þessu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.