Schmeichel bjargaði stigi fyrir Leicester

Kasper Schmeichel varði oft vel fyrir Leicester í dag.
Kasper Schmeichel varði oft vel fyrir Leicester í dag. AFP

Stoke og Leicester gerðu 2:2 jafntefli í nokkuð fjörugum fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knatttspyrnu.

Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri fór fyrir heimamönnum sem komu tvívegis til baka eftir að gestirnir bláklæddu höfðu komist yfir en hann lagði upp og skoraði fyrir heimamenn.

Nokkuð jafnræði var á meðal liðanna en Leicester-menn geta líklega þakkað Dananum Kasper Schmeichel fyrir að hafa haldið stiginu en hann varði tívegis frábærlega frá liðsmönnum Stoke. Fyrst varði hann frá miðverðinum Ryan Shawcross eftir hornspyrnu á 60. mínútu og aftur í blálokin frá Peter Crouch.

Vicente Iborra kom Leicester yfir á 33. mínútu. Riyad Mahrez tók hornspyrnu sem lenti á varnarmanninum stóra og stæðilega Harry Maguire sem kom boltanum á Iborra sem skoraði með föstu skoti, 1:0.

Aðeins sex mínútum síðar jafnaði hins vegar Shaqiri metin eftir snögga sókn Stoke, 1:1 og þannig var staðan í hálfleik.

Mahrez kom Leicester í 2:1 á 60. mínútu er hann fékk boltann úti á hægri kanti. Alsíringurinn fór vel með boltann framhjá vanarmönnum Stoke og lagði knöttinn í fjærhornið, 2:1.

Á 73. mínútu var Shaqiri aftur á ferðinni er hornspyrna hans fór beint á kollinn á Peter Crouch sem hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður, 2:2. Urðu þetta lokatölur í nokkuð fjörugum leik.

Stoke hefur 12 stig í 14. sæti en Leicester 13 í 10. sæti.

Leikmenn Leicester fagna marki Vicente Iborra, lengst til hægri, í …
Leikmenn Leicester fagna marki Vicente Iborra, lengst til hægri, í dag. AFP
Stoke 2:2 Leicester opna loka
90. mín. Darren Fletcher (Stoke) á skot sem er varið Frábærlega varið hjá Dananum enn eina ferðina!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert