Chelsea vill fá metfé fyrir Hazard

Eden Hazard er eftirsóttur af Real Madrid.
Eden Hazard er eftirsóttur af Real Madrid. AFP

Eden Hazard, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, er sterklega orðaður við Real Madrid þessa dagana. Hazard verður samningslaus næsta sumar og hefur Belginn ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Chelsea.

Real Madrid hefur mikinn áhuga á honum og þarf Chelsea að selja hann í sumar, ætli félagið sér að fá eitthvað fyrir leikmanninn. Sky Sports greinir frá því að enska félagið vilji fá 130 milljónir punda fyrir Hazard.

Það myndi gera Hazard að lang dýrasta knattspyrnumanni Belga og næst dýrasta leikmanns sem keyptur hefur verið í ensku úrvalsdeildinni. Boltinn er sem fyrr hjá Real Madrid en Zinedine Zidane er mikill aðdáandi leikmannsins.

Hazard, sem er 28 ára gamall, kom til Chelsea frá árið 2012 og hefur verið besti leikmaður liðsins síðan. Hann skoraði 16 mörk og lagði upp önnur fimmtán í 37 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert