Chelsea og Real Madrid ná samkomulagi

Eden Hazard mun skrifa undir hjá Real Madrid á næstu …
Eden Hazard mun skrifa undir hjá Real Madrid á næstu sólarhringum. AFP

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur náð samkomulagi við Real Madrid um kaupverðið á Eden Hazard, sóknarmanni Chelsea, en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í kvöld. Guardian greinir frá því að kaupverðið sé í kringum 90 milljónir punda, ásamt bónusum, en Hazard er nú þegar búinn að ná samkomulagi við Real Madrid.

Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en þessi 28 ára gamli Belgi hefur verið besti leikmaður Chelsea síðan hann gekk til liðs við félagið frá Lille árið 2012. Hazard verður samningslaus næsta sumar og hann vildi ekki skrifa undir nýjan samning við enska félagið og því hefur Chelsea neyðst til þess að selja hann.

Hazard var besti leikmaður Chelsea á tímabilinu en hann skoraði 21 mark í 51 leik, ásamt því að leggja upp 17 mörk fyrir liðsfélaga sína. Talið er líklegt að Real Madrid muni tilkynna um kaupin áður en vikan er á enda en liðið keypti framherjann Luka Jovic frá Eintracht Frankfurt í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert