Ofmetnasti leikmaður sem ég hef séð

Paul Pogba hefur ekki átt fast sæti í liði Manchester …
Paul Pogba hefur ekki átt fast sæti í liði Manchester United á tímabilinu. AFP

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur ekki mikið álit á Paul Pogba, miðjumanni Manchester United.

Umboðsmaður Pogba, Mino Raiola, steig fram í gær og sagði í samtali við fjölmiðla að tími Pogba væri liðinn.

Pogba, sem er 27 ára gamall, gekk til liðs við Manchester United frá Juventus fyrir tæplega 90 milljónir punda, haustið 2016, en hann hefur ekki átt fast sæti í liði United á tímabilinu.

„Losið ykkur við þennan leikmann,“ sagði Carragher í sjónvarpsþættinum Monday Night Football í gær en varnarmaðurinn fyrrverandi starfar í dag sem sparkspekingur hjá Sky Sports.

„Ég er búinn að vera að segja þetta undanfarna tólf mánuði. Hann er ofmetnasti leikmaður sem ég hef á ævi minni séð.

Þeir tveir, Pogba og Raiola, verða sér til skammar trekk í trekk. Þetta eru ekki umboðsmenn lengur, þetta eru vinir þeirra.

Pogba og Raiola eru góðir vinir og hann er mjög meðvitaður um það sem sem kemur út úr umboðsmanni sínum. Ef hann vissi ekki af þessari tilkynningu Raiola, þá á hann bara að reka hann, svo einfalt er það.

Ég veit samt ekki hvert hann fer eða hver mun vilja fá hann,“ bætti Carragher við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka