Lokað á bankareikninga Chelsea

Allar eigur Romans Abramovich á Bretlandseyjum hafa verið frystar.
Allar eigur Romans Abramovich á Bretlandseyjum hafa verið frystar. AFP/Ben STANSALL

Breski bankinn Barclays hefur lokað bankareikningi enska knattspyrnufélagsins Chelsea tímabundið. Ástæðan er refsiaðgerðir breska stjórnvalda í garð Roman Abramovich, eiganda félagsins.

Chelsea er með sérstakt leyfi til að halda áfram að starfa og þarf bankinn tíma til að sjá hvaða áhrif refsiaðgerðirnar hafa á bankareikninga félagsins. Chelsea vonast til að lokunin standi yfir í stuttan tíma.

All­ar eig­ur Abramovich á Bret­lands­eyj­um hafa verið fryst­ar og þá má hann ekki stunda viðskipti inn­an Bret­lands á næst­unni. Hann get­ur því ekki selt Chelsea eins og til stóð.

Þá má fé­lagið ekki selja miða á heima­leiki og verða því aðeins ársmiðahaf­ar á Stam­ford Bridge næst­unni. Fé­lagið má ekki selja varn­ing beint til stuðnings­manna, gera nýja samn­inga við leik­menn, kaupa nýja leik­menn né selja veit­ing­ar til þeirra sem fá að mæta á völl­inn. 

Fé­lagið verður þó áfram starf­andi og leik­menn og annað starfs­fólk fá borguð laun. Abramovich má þó ekki hagn­ast á því að eiga fé­lagið á meðan refsiaðgerðirn­ar eru við gildi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert