„Við getum ekki stjórnað City“

Mikel Arteta eftir leik Arsenal og Aston Villa í dag.
Mikel Arteta eftir leik Arsenal og Aston Villa í dag. AFP/Adrian DENNIS

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, skoraði á leikmenn liðsins að bregðast á réttan hátt við tapinu gegn Aston Villa í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Manchester City eru efstir og í vænlegri stöðu eftir leiki helgarinnar.

„Við getum ekki stjórnað Manchester City. Þegar þú vinnur marga leiki í röð er auðvelt að vera leiðtogi, við fáum tækifæri strax á miðvikudaginn gegn Bayern München til að koma liðinu á réttan kjöl. Ef við viljum vera sigurvegarar þurfum við að yfirstíga svona aðstæður.“

„Fyrri hálfleikurinn var einn sá besti gegn toppliði á þessu tímabili, við hefðum getað skorað þrjú eða fjögur mörk. Í síðari hálfleik skorti okkur flæði í sóknarleikinn og fengum á okkur tvö mjög slæm mörk.“

Næsti deildarleikur Arsenal er útileikur gegn Wolves næstkomandi laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert