Glæsilegt fyrsta mark Jóhanns á tímabilinu (myndskeið)

Það tók íslenska landsliðsmanninn, Jóhann Berg Guðmundsson, aðeins nokkrar sekúndur að skora eftir að hann kom inn á sem varamaður í leik Burnley gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jóhann kom inn á á 70. mínútu og á 71. mínútu skoraði hann fjórða mark Burnley í sigri liðsins á Sheffield á útivelli.

Jóhann hefur lagt upp tvö mörk á tímabilinu en þetta var það fyrsta sem hann skorar.

Mynbandið í spilaranum hér fyrir ofan sýnir Jóhann skokka inn á völlinn, hlaupa beint inn í vítateig, fá boltann og skora. Mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert