Óvæntur stjóri að taka við Liverpool?

Arne Slot gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Liverpool.
Arne Slot gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Maurice van Steen

Hollendingurinn Arne Slot, knattspyrnustjóri Feyenoord, gæti orðið næsti stjóri enska stórfélagsins Liverpool. 

Jürgen Klopp lætur af störfum sem stjóri félagsins að yfirstandandi tímabili loknu en Liverpool hefur verið orðað við marga stjóra. 

Meðal annars Roberto De Zerbi, stjóra Brighton og Rúben Amorim, stjóra Sporting. Nú er hins vegar nýtt nafn komið í leikinn. 

Paul Joyce, einn sá áreiðanlegasti er kemur að Liverpool, segir að Arne Slot sé að vekja mikinn áhuga innan félagsins. 

Slot hefur stýrt Feyenoord í þrjú ár en liðið varð Hollandsmeistari vorið 2023. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka