Ten Hag bannaði þremur að spyrja

Erik ten Hag er duglegur í fjölmiðlabönnunum.
Erik ten Hag er duglegur í fjölmiðlabönnunum. AFP/Oli Scarff

Erik ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United bannaði þremur fjölmiðlum að spyrja spurninga á fréttamannafundi liðsins í gær fyrir leikinn gegn West Ham í dag.

Ten Hag var ekki sáttur við The Sun, The Mirror og Manchester Evening News eftir sigurinn nauma á Coventry í undanúrslitum enska bikarsins um síðustu helgi.

Blaðamenn miðlanna máttu sækja fundinn, en þeir fengu ekki að spyrja hollenska stjórann. Ekki er um fyrsta skipti sem ten Hag fer í fýlu út í blaðamenn og refsar þeim á fundi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert