Ástbjört Viðja
Ný uppfærsla frá Minecraft, Villta uppfærslan eða Wild Update er væntanleg einhvern tímann á þessu ári.
Þróunaraðilar Minecraft eru nú þegar farnir að prófa sig áfram með froska og halakörtur í 1.18.10, Bedrock, uppfærslunni til undirbúnings fyrir 1.19 uppfærsluna, eða Villtu uppfærsluna.
Til þess að taka þátt í tilraunum Minecraft undir Bedrock útgáfunni þarf að virkja það sérstaklega þegar hafið er leik og hér má finna upplýsingar um það.
Minecraft hefur gefið út einhverjar upplýsingar um froskana og halakörturnar. Til dæmis verður hægt að finna froskana við mýri og geta þeir hoppað, synt, labbað á landi og krækt í eitthvað.
Froskarnir verpa eggjum eftir mökun og hægt verður að rækta þá með því að freista þeirra með þara. Halakörtur koma síðan út úr eggjunum og eftir því sem þær eldast þá breytast þær í froska. Halakörturnar geta synt og hoppað á landi en munu að lokum deyja séu þær of lengi á landi.
Halakörturnar geta breyst í nokkrar tegundir froska en það veltur á umhverfinu sem þær fæðast í. Það er líka hægt að veiða halakörtur í fötu.