Remi Taffin, yfirmaður þjónustusveita Renault á formúlumótum, segir að vélarframleiðandinn verði að bæti vöru sína fyrir Malasíukappaksturinn eftir að einungis þrír af átta bílum með Renaultvélar komst í mark í Melbourne.
Gangtruflun í bíl Sebastians Vettel olli aflmissi svo hann varð að hætta keppni eftir nokkra hringi. Báðir ökumenn Lotus urðu fyrir bilun í búnaðinum sem endurnýtir vélar- og hemlunarorku og Kamui Kobayashi hjá Caterham féll úr leik eftir ákeyrslu í fyrstu beygju sem rakin var til bilunar í rafbúnaði bremskukerfis bílsins. Loks varð Marcus Ericsson hjá Caterham að hætta snemma vegna olíuþrýstingsmissi.
„Það er óásættanlegt að bílar falli úr leik. Við þurfum að bæta endingu vélanna. Vitað var að þessi keppni yrði eldskírn nýju rafrásanna en niðurstaðan er undir væntingum okkar og við þurfum að bæta okkur fyrir næsta mót,“ segir Taffin.
Hann bætir því við að tilfinningarnar séu blendnar því aðrir bílar hafi virkað vel og ánægja ríkti með frammistöðu þeirra. Þar á hann við um annað sæti Daniels Ricciardo hjá Red Bull, sem reyndar var dæmdur úr leik eftir keppni, og bíla Toro Rosso sem báðir skiluðu sér í mark í stigasæti.