Kveðst keppa út vertíðina

Jolyon Pal­mer er harður á því að hann keppi fyr­ir Renault út vertíðina. Seg­ir hann fregn­ir um að hann yrði brátt lát­inn víkja fyr­ir Car­los Sainz staðlaus­ar.

Pal­mer hef­ur ekki krækt í stig í keppni það sem af er keppn­istíðinni og hef­ur það m.a. ýtt und­ir spá­dóma um að hann yrði lát­inn víkja fyr­ir Sainz, jafn­vel í Malasíukapp­akstr­in­um.
 
„Ég hef eng­an áhuga á að tjá mig um þess­ar frétt­ir,“ svaraði hann er hann var spurður út í fregn­irn­ar. „Ég veit hvað er á seyði, ég held það sé von á til­kynn­ingu inn­an ekki svo langs tíma.“
 
Fregn­ir herma að Sainz sé á för­um frá Toro Rosso til Renault og sé það liður í samn­ing­um um að Toro Rosso taki í notk­un Honda­vél­ar í stað véla frá Renault.

„Ég er með samn­ing um sjö mót til viðbót­ar á þessu ári. Ég held það hafi verið til­gát­ur í 35 mót í röðað ég yrði ekki með í því næsta. Þess­ar fregn­ir eru því ekk­ert nýj­ar fyr­ir mér. Þetta stekk­ur af mér eins og vatn af önd. Ég á eft­ir að keppa í sjö mót­um, ég keppi í Malas­íu og ég verð með í loka­mót­inu í Abu Dhabi,“ sagði Pal­mer í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert