„Algjörlega nýr“ Renault 2018

Tækn­i­stjóri Renaultliðsins, Nick Chester, seg­ir að keppn­is­bíll liðsins á næsta ári, 2018, verði al­veg nýr frá grunni hvað hönn­un varðar.

Þetta hyggst Renault gera þrátt fyr­ir að keppn­is- og tækni­regl­ur bíl­anna breyt­ist nán­ast ekk­ert milli ára. Með regl­um sem tóku gildi fyr­ir yf­ir­stand­andi keppn­istíð var væng­pressa bíl­anna auk­in, breidd þeirra og dekkj­anna auk­in sem skilaði sér í aukn­um hraða.

Chester seg­ir ráðstaf­an­ir liðsins vera í sam­ræmi við þann ásetn­ing þess að keppa á toppi formúl­unn­ar, en liðið er á sínu öðru ári sem sjálf­stætt keppn­islið. „Við höf­um fundið mik­inn ár­ang­ur við þróun 2018-bís­ins og að því ein­beit­um við okk­ur nú. Þetta vrður al­gjör­lega nýr bíll.

Við höf­um dregið mik­inn lær­dóm af loftafl­spakka nú­ver­andi bíls og jafn­vægi. Því ætti að verða um tals­verðar fram­far­ir að ræða. Á kapp­akst­urs­helg­inni í Bras­il­íu mun­um við prófa ýmsa nýja væng­hluta til að hjálpa okk­ur í þróun 2018-bíls­ins.

Renault er sem stend­ur í sjö­unda sæti af 10 í keppn­inni um titil bílsmiða, einu stigi á und­an Haas-liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert