Minnstu munaði að Red Bull liðið réði Fernando Alonso sem ökumann árið 2008 en hann hafnaði því að gera tveggja ára samning, vildi festa sig aðeins til eins árs.
Red Bull stjórinn Christian Horner skýrir frá þessu í aðdraganda Brasilíukappakstursins sem fram fer í Sao Paulo um helgina.
Red Bull var „mjög nálægt“ því að ráða Alonso, segir Horner. Hann segir nokkra samningafundi hafa átt sér stað en allt hafi strandað á því að ökumaðurinn vildi aðeins sem til eins árs í senn. Niðurstaðan var því að halda í Mark Webber sem ökumann á kostnað Davids Coulthard og hækka í sessi ungan ökumann Toro Rosso, Sebastian Vettel, er tæki við af skoska ökumanninum.
Alonso hélt áfram hjá Renault árið 2009 og réði sig síðan til Ferrari fyrir 2010-vertíðina.