Einbeittu sér að endingu 2018-bílsins

Renault hef­ur birt mynd­ir af 2018 bíl sín­um en for­svars­menn liðsins segja að tím­inn í vet­ur hafi verið notaður til að auka á end­ingu bíls og vél­ar. Tækn­i­stjór­inn Bob Bell seg­ir að það sé vanda­sam­ara verk en auka getu keppn­is­fáks­ins.

Renault tók tals­verðum fram­förum í fyrra, einkum yfir sum­ar­tím­ann í kjöl­far upp­færslu yf­ir­bygg­ing­ar og vængja í breska kapp­akstr­in­um í Sil­verst­one. Veik­leik­ar háðu því þó vertíðina næst­um út í gegn. Það von­ast Bell að heyri sög­unni til. „End­ing­ar­traust þarf að vera styrk­leiki í ár. Að því þurf­um við að ein­beita okk­ur, og við höf­um lagt okk­ur mjög fram í vet­ur við það,“ sagði hann við frum­sýn­ingu Renault­bíls­ins í gær.

„Til að bæta end­ing­ar­traustið kem­ur ekk­ert minna til greina en full­komn­un. Allt sem fer í bíl­inn þarf að vera hannað og smíðað þannig að það stand­ist hæstu kröf­ur. Öll vanda­mál­in sem hrelltu okk­ur í fyrra þurf­um við að afmá.“

Véla­deild­in í Viry við Par­ís hef­ur freistað þess að finna besta jafn­vægið milli afls og end­ingu. Það er enn mik­il­væg­ara nú en áður þar sem hver ökumaður má aðeins brúka þrjár vél­ar alla vertíðina víta­laust. Seg­ir Bell að vegna þessa hafi vél­ar­hönnuðir Renault haf­ist handa við þróun og smíði 2018-vél­ar­inn­ar þegar á ár­inu 2016. Hef­ur eng­in önn­ur vél frá Renault verið prófuð jafn­mikið í vél­ar­bekk og 2018-vél­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert