Renault vill halda í Sainz

Car­los Sainz hef­ur gefið til kynna að hann verði um kyrrt sem ökumaður Renault á næsta ári. Þótt liðsstjór­inn Cyr­il Abite­boul sé ánægður með Sainz er hann þó með varapl­an í gangi fari svo að Red Bull kalli Sainz til starfa hjá sér á næsta ári, 2019.

Ss­inz virðist held­ur vilja vera áfram hjá Renault en þar er hann á láni frá Red Bull. „Renault hef­ur sett traust sitt á mig og vill  ná sem lengst,“ sagði Sainz á styrkt­ar­sam­komu liðsins í Madríd á Spáni.

„Það er mér mik­ill heiður og for­rétt­indi að vera hjá Renault, liði sem unnið hef­ur titla  heims­meist­ara. Hingað hef ég lengi stefnt og geng­ur vel og ég mun gefa allt mitt besta til að skila góðum úr­slit­um,“ bætti hinn 23 ára gamli ökumaður við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert