Ricciardo fer til Renault

Daniel Ricciardo með vörumerki sitt, brosið mikla.
Daniel Ricciardo með vörumerki sitt, brosið mikla. AFP

Daniel Ricciar­do klár­ar vertíðina með Red Bull en í dag skýrði hann frá því að hann hefði samið um að keppa fyr­ir Renaultliðið næstu tvö arin, 2019 og 2020.

Ricciar­do er 29 og rfá borg­inni Perth í Ástr­al­íu. Hann hef­ur sjö sinn­um fagnað móts­sigri í formúlu-1, nú síðast í Mónakó í vor. Á verðlaunap­alli hef­ur hann staðið 29 sinn­um,

Ricciar­do þekk­ir nokkuð til hjá Renault því á  ár­unm 2007 til 2011 keppi hann í Renault­formúl­um fyr­ir unga öku­menn. Þá hef­ur hann verið með Renault vél í Red Bull formúlu-1 bíl­um sín­um frá ár­inu 2014.

Með ráðning­unni er ljóst að spænski ökumaður­inn Car­los Sainz kepp­ir ein­ung­is út yf­ir­stand­andi vertíð. Hann hef­ur verið á láni frá Red Bull og er meðal lík­leg­ustu manna til að fylla það skarð sem Ricciar­do skil­ur eft­ir hjá nú­ver­andi liði sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert