Ricciardo fer til Renault

Daniel Ricciardo með vörumerki sitt, brosið mikla.
Daniel Ricciardo með vörumerki sitt, brosið mikla. AFP

Daniel Ricciardo klárar vertíðina með Red Bull en í dag skýrði hann frá því að hann hefði samið um að keppa fyrir Renaultliðið næstu tvö arin, 2019 og 2020.

Ricciardo er 29 og rfá borginni Perth í Ástralíu. Hann hefur sjö sinnum fagnað mótssigri í formúlu-1, nú síðast í Mónakó í vor. Á verðlaunapalli hefur hann staðið 29 sinnum,

Ricciardo þekkir nokkuð til hjá Renault því á  árunm 2007 til 2011 keppi hann í Renaultformúlum fyrir unga ökumenn. Þá hefur hann verið með Renault vél í Red Bull formúlu-1 bílum sínum frá árinu 2014.

Með ráðningunni er ljóst að spænski ökumaðurinn Carlos Sainz keppir einungis út yfirstandandi vertíð. Hann hefur verið á láni frá Red Bull og er meðal líklegustu manna til að fylla það skarð sem Ricciardo skilur eftir hjá núverandi liði sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka