Refsað fyrir hópáreksturinn

Bíll Nico Hülkenberg skemmdist talsvert í árekstrinum.
Bíll Nico Hülkenberg skemmdist talsvert í árekstrinum. AFP

Nico Hül­ken­berg hef­ur verið refsað fyr­ir að vera vald­ur að hópárekstri í belg­íska kapp­akstr­in­um í Spa. Verður hann færður aft­ur um 10 sæti á rásmarki ít­alska kapp­akst­urs­ins í Monza.

Eft­ir tíma­tök­una í Monza fær­ist Hül­ken­berg vegna þessa tíu sæti aft­ur eft­ir rásmark­inu frá því sæti sem hann vinn­ur í tíma­tök­unni. 

Í úr­sk­urði eft­ir­lits­dóm­ar­anna í Spa seg­ir að Hül­ken­berg hafi tjáð þeim að hann hafi van­metið stöðuna á leið inn í fyrstu beygju og játað fús­lega og vafn­inga­laust að mis­tök­in hefðu verið hans. Hafi hann mis­reiknað bremsu­svæðið. 

Alls féllu fjór­ir aðrir öku­menn úr leika vegna árekst­urs­ins. At­vik­inu var líkt við hópárekst­ur sem Romain Grosj­e­an var vald­ur að árið 2012 en hann var þá dæmd­ur í keppn­is­bann í næsta móti á eft­ir.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert