Refsað fyrir hópáreksturinn

Bíll Nico Hülkenberg skemmdist talsvert í árekstrinum.
Bíll Nico Hülkenberg skemmdist talsvert í árekstrinum. AFP

Nico Hülkenberg hefur verið refsað fyrir að vera valdur að hópárekstri í belgíska kappakstrinum í Spa. Verður hann færður aftur um 10 sæti á rásmarki ítalska kappakstursins í Monza.

Eftir tímatökuna í Monza færist Hülkenberg vegna þessa tíu sæti aftur eftir rásmarkinu frá því sæti sem hann vinnur í tímatökunni. 

Í úrskurði eftirlitsdómaranna í Spa segir að Hülkenberg hafi tjáð þeim að hann hafi vanmetið stöðuna á leið inn í fyrstu beygju og játað fúslega og vafningalaust að mistökin hefðu verið hans. Hafi hann misreiknað bremsusvæðið. 

Alls féllu fjórir aðrir ökumenn úr leika vegna árekstursins. Atvikinu var líkt við hópárekstur sem Romain Grosjean var valdur að árið 2012 en hann var þá dæmdur í keppnisbann í næsta móti á eftir.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert