Hafnaði samning við Ferrari

Daniel Ricciardo í Abu Dhabi þar sem formúlutíðinni lauk í …
Daniel Ricciardo í Abu Dhabi þar sem formúlutíðinni lauk í ár. Hann verður í nýjum einkennisklæðnaði á næsta ári. AFP

Daniel Ricciar­do seg­ir öku­mann hafa afþakkað boð um að keppa fyr­ir Ferr­ari 2019. Seg­ist hann þekkja viðkom­andi en forðaðist að svara frek­ar spurn­ing­um um hann.

Snemma á keppn­istíðinni var Ricciar­do orðaður við Ferr­ari og ger­ast þar með liðsfé­lagi Sebastiand Vettel á ný.

Ricciar­do staðfesti að hafa átt í viðræðum við Ferr­ari en samn­ing­ar tók­ust ekki. Hermt er að Ferr­ari hafi ekki verið reiðubúið að borga hon­um það kaup sem hann setti upp, eða um 20 millj­ón­ir doll­ara á ári.

Í ág­úst til­kynnti Ricciar­do svo að hann hefði ráðið sig til Renault. Ferr­ari valdi þann kost að ráða Chares Leclerc öku­mann Sauber sem keppn­ismann sinn í stað Kimi Räikkön­en.

„Ég von­ast til að eiga enn eft­ir nokk­ur ár í  formúlu-1 og hver veit nema í framtíðinni bjóðist tæki­færi að nýju,“ sagði Ricciar­do sem tel­ur að ekki hafi hurðum verið skellt á sig hjá Ferr­ari fyr­ir fullt og allt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert