Stíf megrun úr sögunni

Daniel Ricciardo er ánægður að geta borðað betur.
Daniel Ricciardo er ánægður að geta borðað betur. AFP

Daniel Ricciar­do tel­ur að nýj­ar regl­ur um lág­marksþyngd formúlu­bíl­anna geri það að verk­um að stíf megr­un öku­manna er úr sög­unni. Geti þeir frá og með í ár raðað í sig kal­orí­um og styrkt sig meira með lyft­ingaræf­ing­um.

Und­an­far­in ár hafa þyngd­ar­regl­ur þýtt að stór­ir öku­menn eins og til dæm­is Marcus Erics­son og Esteb­an Ocon hafa staðið höll­um fæti. Vegna lík­amsþyngd­ar hafa þeir neyðst í stífa megr­un til að lág­marka tímatap á hring vegna þung­ans. Mun lík­amsþyngd­in hafa kostað Nico Hül­ken­berg starf hjá McLar­en árið 2013.

Í nýju regl­un­um seg­ir að ökumaður­inn og sæti hans verði sam­an að vega að lág­marki 80 kíló. Ná­ist sú tala ekki verður að þyngja bíl­inn með kjöl­festu í stjórn­klef­an­um uns heild­arþyngd bíls og öku­manns nær að lág­marki 743 kíló­um.

Ricciar­do tel­ur að þetta þýði að öku­menn munu njóta mat­ar síns bet­ur á keppn­is­helg­um. „Ég hef ekki þurft að kvarta en marg­ir okk­ar hafa þurft að svelta á móts­helg­um. Meir að segja á styrktaræf­ing­um höf­um við ekki getað tekið á til að auka kraft­ana því  það myndi leiða til auk­ins lík­ams­massa og þar með auk­inn­ar þyngd­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert