„Eins og stríðsátök“

Aðdáandi Nico Hülkenberg brosir hér breitt en líklega breyttist það …
Aðdáandi Nico Hülkenberg brosir hér breitt en líklega breyttist það er hann féll úr leik í Barein. AFP

Nico Hülk­en­berg hjá Renault seg­ir að fy­rsti hrin­g­ur kappakst­u­r­s­ins í Barein hafi verið eins og átök á vígvelli en á þeim tíma tókst honum að vinna sig úr 17. sæti í það 11.

Áfram hélt hann sókn sinni fram á við og var leng­stum í sjötta sæti, eða þar til bi­lun felldi hann úr leik er örf­á­ir hrin­g­ir voru eftir.

„Ég stóð mig ágæt­lega, átti fín­an akst­ur og kom vel í gegnum allan hamaganginn. Þetta var eins og á vígvelli, alveg br­jálað ást­and, bílar út um allt, snert­ing­ar, neist­afl­ug og bílpartar fljúgandi um allt. Einn þei­rra ska­ll á hjálmi mínum,“ sagði Hülk­en­berg.

„Allt gerðist sem gat gerst og kappakst­u­rinn var frá­bær. Ég tók heilm­ikið fram úr bílum sem allt­af er fjör. Því hefði það verið viðeig­andi gjöf til mín og liðsins að landa þessum stigum sem voru í hendi en gengu okkur úr grei­pum. Við verðum bara að bæta fy­r­ir það síðar.

Liðsf­élaginn Dan­i­el Ri­cciardo varð fy­r­ir vélar­bi­lun á sama hring og næstum sama bletti og Hülk­en­berg og féll líka úr leik. Hann seg­ir það stór­m­ál að Renault nái tö­kum á end­ing­ar­va­nd­anum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert