Renault undir pari

Daniel Ricciardo á ferð á Renaultinum.
Daniel Ricciardo á ferð á Renaultinum. AFP

Renault­stjór­inn Cyr­il Abite­boul viður­kennn­ir að liðið hafi staðið sig „und­ir vænt­ing­um“ í fyrstu tveim­ur mót­um árs­ins í formúlu-1.

Renault hef­ur von­ast til að slíta sig frá miðju­hópn­um á vertíðinni og draga á toppliðin þrjú. Á það enn eft­ir að sýna merki veru­legra fram­fara og að slíkt tak­mark sé raun­hæft.

Hvor­ug­ur þeirra Nico Hül­ken­berg og Daniel Ricciar­do hef­ur kom­ist í lokalotu tíma­töku það sem af er og féllu þeir báðir úr leik vegna vél­ar­bil­un­ar á loka­hringj­um kapp­akst­urs­ins í Barein um síðustu helgi.

„Vertíðarbyrj­un­in hef­ur verið und­ir há­stemmd­um vænt­ing­um okk­ar,“ seg­ir Abite­boul. „Sam­keppn­is­færni okk­ar er nógu góð til að keppa í hópi 10 fremstu liða og nær toppliðunum en í fyrra, en end­ing­ar­skort­ur hef­ur þjáð okk­ur. Til Kína för­um við staðfast­ir í að kom­ast á gott skrið.“

Eft­ir æf­ing­ar í Barein í vik­unni í fram­haldi af kapp­akstr­in­um sagðist Ricciar­do aflað sér góðrar viðbót­ar­reynslu af Renault­bíln­um. „Ég er að ná meiru út úr hon­um og mér líður bet­ur og bet­ur í bíln­um. Það tek­ur tíma en við erum að bæta okk­ur og stefn­um í rétta átt. Það býr aug­ljós­lega hraði í bíln­um og mín bíður að ná hon­um öll­um út úr hon­um. Ég hef á til­finn­ing­unni að við eig­um eft­ir að bæta okk­ur mikið.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert