Renault mætir til franska kappakstursins um næstu helgi með ýmsar nýjar uppfærslur í undirvagni keppnisbílsins, að sö0gn liðsstjórans Cyril Abiteboul.
Ökumenn Renault sýndu styrk í kappakstrinum í Montreal fyrir viku og komu báðir bílar liðsins í mark í stigasæti, í fyrsta sinn á árinu. Takmark Renault er að undirstrika þann árangur með öflugri frammistöðu á heimavelli í Paul ricard brautinni við Le Castellet í Suður-Frakklandi.
Abiteboul segir frammistöðuna í Kanada hafa eflt sjálfstraust liðsmanna en þeir Daniel Ricciardo og Nico Hülkenberg óku yfir endamarkið í sjötta og sjöunda sæti.
„Við mætum til franska kappakstursins eftir öfluga frammistöðu í Kanada. Við sýndum með því afaglega og yfirvegaða getu okkar til að rísa upp úr vonbrigðasamri byrjun keppnistímabilsins,“ segir Abiteboul.