Renault með miklar nýjungar

Nico Hülkenberg ræðir við blaðamenn.
Nico Hülkenberg ræðir við blaðamenn. AFP

Renault mæt­ir til franska kapp­akst­urs­ins um næstu helgi með ýms­ar nýj­ar upp­færsl­ur í und­ir­vagni keppn­is­bíls­ins, að sö0gn liðsstjór­ans Cyr­il Abite­boul.

Öku­menn Renault sýndu styrk í kapp­akstr­in­um í Montreal fyr­ir viku og komu báðir bíl­ar liðsins í  mark í stiga­sæti, í fyrsta sinn á ár­inu. Tak­mark Renault er að und­ir­strika þann ár­ang­ur með öfl­ugri frammistöðu á heima­velli í Paul ricard braut­inni við Le Ca­stell­et í Suður-Frakklandi.

Abite­boul seg­ir frammistöðuna í Kan­ada hafa eflt sjálfs­traust liðsmanna en þeir Daniel Ricciar­do og Nico Hül­ken­berg óku yfir enda­markið í sjötta og sjö­unda sæti.

„Við mæt­um til franska  kapp­akst­urs­ins eft­ir öfl­uga frammistöðu í Kan­ada. Við sýnd­um með því afag­lega og yf­ir­vegaða getu okk­ar til að rísa upp úr von­brigðasamri byrj­un keppn­is­tíma­bils­ins,“ seg­ir Abite­boul.


Daniel Ricciardo (3) og Nico Hülkenberg á ferð í kanadíska …
Daniel Ricciar­do (3) og Nico Hül­ken­berg á ferð í kanadíska kapp­akstr­in­um. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert