Hülkenberg ekki lengur með Renault

Á mála hjá Renault, frá vinstri Nico Hülkenberg, Simon Pagenaud …
Á mála hjá Renault, frá vinstri Nico Hülkenberg, Simon Pagenaud sem vann Indianapolis 500 kappaksturinn og Daniel Ricciardo. AFP

Nico Hülkenberg segir það „miður“ að missa starf ökumanns hjá Renault við komandi vertíðarlok. Í hans stað keppir franski ökumaðurinn Esteban Ocon við hlið Daniels Ricciardo næstu árin.

Ocon hefur fengið sig  lausan frá Mercedes en hann hefur verið undir verndarvæng þýska bílsmiðsins um árabil. Ocon keppt fyrir Force India en hefur í ár verið þriðji ökumaður Mercedes. 

Hülkenberg kom til Reanult 2017 en nú setur hann stefnuna á að næla sér starf ökumanns í öðru liði og  þykir Haas koma þar helst til greina. Hann sagði í dag að ekkert væri að frétta af mögulegum viðræðum eða samningum við önnur lið.

Nico Hülkenberg á ferð á Renaultinum í Hungaroring.
Nico Hülkenberg á ferð á Renaultinum í Hungaroring. AFP
Nico Hülkenberg á ferð á Renaultbílnum í sumar.
Nico Hülkenberg á ferð á Renaultbílnum í sumar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka