Gleðin minni eftir brottför Ricciardo

Daniel Ricciardo á ferð á Renaultinum í Barcelona í fyrra.
Daniel Ricciardo á ferð á Renaultinum í Barcelona í fyrra. AFP

And­rúms­loftið inn­an Red Bull liðsins er ekki eins kát­legt eft­ir brott­för ástr­alska öku­manns­ins Daniels Ricciar­do til Renault.

Þetta seg­ir einn æsti stjórn­andi Red Bull liðsins, Helmut Mar­ko. Kom Ricciar­do liðsmönn­um sín­um á óvart með því að ráða sig til Renault sem talið var lak­ara lið að getu en Red Bull. Hann vann sjö mót á fimm árum með fyrr­nefnda liðinu.

Ricciar­do þykir í meira lagi hressi­leg­ur ná­ungi og var vel liðin sem brand­ara­smiður.  

„Stemmn­ing­in er ágæt inn­an liðsins en ekki eins glaðhlakka­leg eft­ir að hann fór,“ seg­ir Mar­ko á vef­setr­inu Motor­sport-Magaz­in.com. „Hann er einn af hraðskreiðustu öku­mönn­un­um og get­ur verið öfl­ug­ur í að draga menn uppi, ef hann á þarf að halda. Brand­ar­anna sökn­um við.“

Daniel Ricciardo er með hressari ökumönnum.
Daniel Ricciar­do er með hress­ari öku­mönn­um. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert