Ricciardo til McLaren

Daniel Ricciardo ekur fyrir McLaren 2021.
Daniel Ricciardo ekur fyrir McLaren 2021. AFP

Daniel Ricciar­do mun yf­ir­gefa Renaultliðið í árs­lok og ganga til liðs við McLar­en fyr­ir keppn­istíðina 2021. Tek­ur hann sæti Car­los Sainz sem ráðið hef­ur sig til Ferr­ari fyr­ir næsta ár.

McLar­en­stjór­inn Zak Brown sagði að um fram­fara­skref væri að ræða fyr­ir liðið. „Ráðning­in er góð fyr­ir liðið, sam­starfs­fyr­ir­tæki okk­ar og aðdá­end­ur,“ sagði Brown. McLar­en endaði í fjórða sæti á keppn­istíðinni 2019 og vann þá sitt fyrsta sæti á verðlaunap­alli frá ár­inu 2014.

„Ég vil líka þakka Car­los fyr­ir frá­bær störf og aðstoð við að koma McLar­en á topp­inn. Hann er góður liðsmaður.“ Liðsfé­lagi Ricciar­do hjá McLar­en verður Lando Norr­is sem hóf keppni í formúlu-1 í fyrra.

Daniel Ricciardo skrýðist keppnisgalla Renault í ár en fer svo …
Daniel Ricciar­do skrýðist keppn­is­galla Renault í ár en fer svo til McLar­en í árs­lok. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert