Messi í sögubækurnar

Lionel Messi í baráttu við Edghan O'Connel í kvöld.
Lionel Messi í baráttu við Edghan O'Connel í kvöld. AFP

Argentínski snillingurinn Lionel Messi skráði nafn sitt í sögubækur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Messi skoraði þrennu í 7:0 sigri á móti Celtic á Nývangi. Þetta var sjötta þrenna Argentínumannsins í Meistaradeildinni frá upphafi og enginn hefur skorað fleiri þrennur en hann. Þá var þetta 36. þrenna Messi á ferlinum.

Með mörkunum þremur dró Messi á Portúgalann Cristiano Ronaldo hvað fjölda marka varðar í Meistaradeildinni. Ronaldo er markahæstur frá upphafi með 93 mörk en Messi er nú kominn með 86. Þriðji markahæstur er svo Raúl González með 71 mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert