Í fyrsta sinn í sex ár

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. AFP

Í fyrsta skipti í sex ár verður úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu spilaður með hvorki Lionel Messi né Cristiano Ronaldo inni á vellinum.

Þessir tveir bestu fótboltamenn sögunnar hafa lokið keppni í Meistaradeildinni. Ronaldo féll úr leik í átta liða úrslitunum með Juventus þegar liðið tapaði fyrir Ajax og Messi og félagar hans í Barcelona voru skotnir út úr keppninni í undanúrslitunum á Anfield í gær af Liverpool.

Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2013 sem hvorki Ronaldo né Messi spila úrslitaleikinn en þá mættust Bayern München og Borussia Dortmund, undir stjórn Jürgens Klopp núverandi stjóra Liverpool, í úrslitaleiknum þar sem Arjen Robben tryggði Bayern sigurinn.

Klopp tapaði úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í fyrra þegar Liverppol beið lægri hlut fyrir Real Madrid en nú vonast Þjóðverjinn eftir því að honum takist að landa stóra titlinum í þriðju tilraun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert