Javier Tebas, forseti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu, telur að hin evrópska ofurdeild, sem fjórtán af stærstu félögum Evrópu hygðust setja á laggirnar, sé enn í kortunum þrátt fyrir að öll félögin nema Barcelona, Juventus og Real Madrid hafi slitið sig frá stofnun hennar.
Tebes er einn þeirra sem mótmælti stofnun deildarinnar harðlega á sínum tíma en UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, höfðaði mál gegn félögunum þremur sem eftir standa af stofnendum deildarinnar í vikunni.
Öll þrjú félögin hafa svarað UEFA en þau hafa neita að gefa eftir í baráttu sinni gegn stofnun ofurdeildarinnar og gætu verið á leið í bann frá Evrópukeppnum UEFA á næstu árum í refsingarskyni.
„Er ofurdeildin dauð?,“ sagði Tebes í samtali við fjölmiðla í dag.
„Hún er enn á lífi að mínu mati þótt upprunalega hugmyndin um skipulag deildarinnar sé kannski dáið.
Þetta er hins vegar ekki bara fótboltadeild heldur ákveðin hugmyndafræði sem fór af stað fyrir tuttugu árum síðan.
Þetta hefur verið stór draumur stærstu félaganna lengi og Gianni Infantino, forseti FIFA, lagði blessun sína yfir stofnun deildarinnar.
Það segir manni ýmislegt að forseti FIFA hafi samþykkt þetta sem þýðir bara að við munum heyra fleiri hugmyndir tengdar evrópskri ofurdeild á næstu árum,“ sagði Tebes meðal annars.