Fjöldi fólks ruddist framhjá járngirðingum fyrir utan Wembley-leikvanginn í kvöld. Ítalir og Englendingar mætast í úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu klukkan 19.
Fram kemur á vef BBC að engir miðalausir aðdáendur enska liðsins hafi náð að brjóta sér leið á völlinn.
Til átaka kom á milli enskra aðdáenda og öryggisvarða við leikvanginn líkt og sjá má á myndskeiði hér að neðan. Talsmaður Wembley segir að öryggisaðgerðir hafi verið virkjaðar.
Wembley rn pic.twitter.com/3lXRRvG7d0
— Rave Footage 🎥 (@RaveFootage) July 11, 2021
Fans (presumably without tickets!) charging through barriers to get into Wembley #eng #ITAENG #EURO2020 pic.twitter.com/5gJIOfgnB1
— Peter Smith (@psmithXI) July 11, 2021