England aldrei unnið Ítalíu á stórmóti

Enskir stuðningsmenn vonast eftir fyrsta sigrinum á Ítalíu á stórmóti …
Enskir stuðningsmenn vonast eftir fyrsta sigrinum á Ítalíu á stórmóti í kvöld. AFP

Sagan er ekki með enska landsliðinu fyrir leikinn gegn því ítalska í úrslitaleik EM í fótbolta á Wembley í kvöld þar sem England hefur aldrei unnið Ítalíu á stórmóti í fimm tilraunum.

Þjóðirnar mættust á EM 1980 og hafði Ítalía þá betur, 1:0. Ítalía vann svo 2:1-sigur á HM 1990 og EM 2014 og loks vann Ítalía í vítaspyrnukeppni á EM 2012.

Í öllum keppnum hefur enska liðið aðeins unnið það ítalska tvisvar í síðustu 14 tilraunum, síðast í vináttuleik árið 2013. Eini sigur Englands á Ítalíu í mótsleik kom í undankeppni HM 1977.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert